Tuesday, January 31, 2012
Monday, January 30, 2012
See?
Væri til í að sofna út frá Tarzan. Ælta að hjúfra mig inní þessar þrjár sængur sem breiða úr sér í rúminu mínu. Góða nóttina aparnir ykkar.
ahh
Týndi litlu snotru myndavélinni minni um helgina .. hún var full af góðgæti. Notalegum myndum af stundunum okkar Sólrúnar og sveittttttuuuum Retro Stefson tónleikum. Í hjarta mínu er tóm. Sakna hennar. En ég mun elska aftur, finn það ...
Saturday, January 28, 2012
Wednesday, January 25, 2012
Rauðhært vúhú
Býst við því að flestir þeir sem áður töldu rauðhært fólk ekki mjög myndarlegar verur, sjái okkur nú í réttu ljósi. Hallast að því. Svona líka heillandi. vúhú.
Tuesday, January 24, 2012
Monday, January 23, 2012
Stór kandís
Frumraun mín í carmínu-gerð. Hvað gerir maður ekki fyrir kærleiks hjörtu. Annars er ég ekki mikið fyrir þennan carmínu-stíl en hafði gaman af að koma Sólrúnu minni fyrir á blaði. Hún varð himinsæl sem fékk mig líka til að brosa og hætta að dæma strikin mín, eins hart ;) Skrifa ,,love notes to Jack White" , ,, facts about Pez" og lýsingarorð um kókómjólk. Notalegur dagur :) LUMOS.
Ætla að fara að bjarga kjúklingabringunum af pönnunni.. og gefa ömmu eitthvað ljúffengt að borða.
Farið vel með ykkur í kvöld. Ciao.
Sunday, January 22, 2012
Wednesday, January 18, 2012
Gúrme
Vikan er hálfnuð og búin að vera nokkuð notaleg!
Sit upp í skóla að lesa mér til um heimsmynd miðalda og hugmyndir um tíma og rúm eins og þær birtast í heimildum frá miðöldum, á fornri ensku.
Er farin að íhuga að koma mér heim, elda eitthvað djúsí og leggjast fyrir framan sjónvarpið. Kalli Berndsen á skjánum, maður missir ekki af þætti?
Annars er ég bíóglöð þessa dagana, 50/50 í gær(yndisleg) og svo var mér boðið á forsýningu annaðkvöld á Contraband. Hlakka til.
Turtildúfur, njótið kvöldsins.
Tuesday, January 17, 2012
Do crafts, not drugs
Skólinn er að komast í gang hjá mér, Listfræði here I come. Lífið lítur bara ágætlega út :) Það helsta sem angrar mig er strætókerfið, þó orðið kerfi sé ekki alltaf viðeigandi. Á mér hvílir strætóbölvun. Fékk næstum samviskubit þegar ungir myndarmenn þurftu að bíða með mér í hálftíma, út í kuldanum - Þó að mitt ævintýri hafi þá rétt verið að byrja.
Sá sem er til í að sjóða nokkra froska handa mér og útbúa drykk til þess að aflétta bölvuninni, gefi sig fram;*
Monday, January 16, 2012
Sunday, January 15, 2012
Kæra blogg
Kæra blogg. Dagurinn í dag var mjög góður. Eftir að hafa verið vakin snemma í morgun af tveimur sprækum snáðum kíkti ég með Ingu minni niðrá Laugaveg. Alltaf notalegt að kíkja í gluggana þar.
Við Inga settumst svo niður á elsku Laundromat, Cafe. Gulrótasafi og gulrótakaka, go gulrætur.
Ég gæti svo hafað eldað ofan í mig og ömmu mína, stolið bílnum í framhaldinu og kíkkað aðeins í Önnu spjall. Önnu spjöll eru einfaldlega svo fín spjöll.
Ég tel mig svo ekki getað neitað þér þeim möguleika að ég hafi endað kvöldið í kúri fyrir framan rafrænan litskjáinn í stofunni heima. Tárast yfir þunglyndum manni sem notaði gamla, skítuga bjórbrúðu til þess að hafa samskipti við fólk. The Beaver.
Já kæra litla blogg, ég samþykki alveg annan notalegan dag sem þennan .. eða fleiri. Leyfum þeim að koma.
Litlir ljúflingar
Dóra passar. Laugardagurinn var afskaplega rólegur hjá mér og endaði með að ég sankaði að mér hinnum ýmsu lögum og hlustaði á nokkur hlustunarkonfekt.
Er reyndar enþá Dóra passar og horfi því, sunnudags fersk, á Strumpana með örlítið sprækari snáðum.
Held þetta verði notalegur dagur. Vinkonu date og jafnvel menningaferð í bíó.
Mér til mikillra hamingju þá pantaði Sólrún sér flugfar til mín í fríinu sínu, það verða ljúfir dagar!
Annars er ég svoo hrifin af þessu lagi og skotin í litunum í því, einfaldlega heillandi. Njótið.
Saturday, January 14, 2012
Föstudagskvöld
Gott föstudagskvöld með góðu fólki. Ég bauð Soffíu minni í mat og eldaður var gúrme kjúklingur sem síðan var vafinn inní tortillu ásamt grænmeti.
Við gerðum okkur svo sætar í rólegheitunum og drukkum mojito.
Síðan kíktum við niðrí bæ á hann Guðjón okkar og svo mældi ég mér mót við íslensku danina mína. Svo gaman að hitta þau. Plönum vonandi annan hitting sem fyrst !
Annars er dagurinn í dag búinn að vera rólegur bara. Vaknaði ekkert alltof snemma og er síðan búin að vera að passa börn systur mömmu. Ætli ég eyði ekki þessu laugardagskvöldi í að kúra yfir mynd og borða ísblóm. Í augnablikinu kann ég allavega ágætlega við þá hugmynd. Skemmtið ykkur fallega ! :)
Subscribe to:
Posts (Atom)