Monday, January 9, 2012

Pretty things that now are mine


Þetta blogg er tileinkað Sólrúnu. Tók nokkrar myndir af nýju gersemunum mínum. Möguleiki á að ég skelli inn fleiri myndum af nýju skarti á næstu dögum. Þetta er víst bara brot af því sem ég hef keypt á útsölunum síðustu daga... áhugamál? Veikleiki - Veik? Mér er sama, líður allavega ágætlega;)
Á örugglega eftir að deila með ykkur líka mynd af fallega, mokka jakkanum sem ég rakst á og keypti á rúmlega 9000 kr. Er  svo endalaust hamingjusöm með hann, hlýr, snotur og notalegur ;)

Annars var fínasti dagur að klárast hjá mér. Hitti Önnu mína á Laugaveginum og eftir að hafa skoðað þann Gyllta höfðum við það náðugt yfir kræsingum á Vegamótum. Síðan gleymdum við okkur í fallegum búðum Vegarins. Gæti hafa íhugað að draga upp kortið fyrir elsku Jeffrey Campbell, skóKærleikur. Fékk sting í hjartað og allt, hélt á tímabili að ég myndi gefa mig..einn daginn? Þeir eru svoooo fallegir, allir.
Annars fékk ég símtal frá Afríku, eldaði kjúklingabringur og gúmmulaði handa mér og ömmu, grét yfir The time travelers wife, tók til í herberginu mínu og gleymdi mér á tumbrl. Beisik. Vona svo að veðrirð skáni í nótt..fyrsti tíminn á morgun í Listfræði í HÍ. Spenningur, vottar fyrir fiðringi. Þægilegt þegar dagarnir verða komnir í smá rútínu. Óskið mér góðrar strætóferðar á morgun. Ást og friður. Góða nótt.

The SALES have started in Iceland. Love it.. and as you can see I have bought a little. Maybe I will put more pictures of all the pretty things that now are mine.  Good night, beauties. 

4 comments:

 1. so pretty.

  Hope you had a great New Year!

  ReplyDelete
 2. Ef að kápan og hauskúpurnar og tjah, eiginlega bara allt nýja fíneríið þitt hverfur allt í einu, þá kom ég ekki nálægt því! eh ;)
  Hlakka til að sjá þetta í persónu vúhú!

  ReplyDelete
 3. those are truly a nice things... glad you got them!

  Anyway, I followed your blog, hope you can follow back, too!
  Thanks!

  It’s a GIRL Thing

  ReplyDelete
 4. nice ones ,pretty :)

  would u like to visit my blog?

  ReplyDelete