Tuesday, January 3, 2012

Gersemi?!

Skotin. Oft borgar það sig að eiga móður sem hendir sjaldan gömlum gersemum - enda ber okkur að passa vel upp á slíkt;) Litla systir mín var að velja föt fyrir 80's afmæli sem henni var boðið í. Því hljóp hún nokkrar ferðir niður í kjallara þar sem búningakistan góða hvílir, oooog upp aftur. Í einni ferðinni hafði hún smeygt sér í þessar elskur! Yndis. Ég var ekki fljót að næla þeim. Passa fullkomnlega. Þarf að fara að fylgjast betur með þessari búningakistu þegar ég er heima...
                          
p.s. þeir eru svoooo þægilegir!

1 comment:

  1. Ah, vá, skotin líka! Kúúúl! ;)

    ReplyDelete