Saturday, January 14, 2012

FöstudagskvöldGott föstudagskvöld með góðu fólki. Ég bauð Soffíu minni í mat og eldaður var gúrme kjúklingur sem síðan var vafinn inní tortillu ásamt grænmeti.
Við gerðum okkur svo sætar í rólegheitunum og drukkum mojito.
Síðan kíktum við niðrí bæ á hann Guðjón okkar og svo mældi ég mér mót við íslensku danina mína. Svo gaman að hitta þau. Plönum vonandi annan hitting sem fyrst !

Annars er dagurinn í dag búinn að vera rólegur bara. Vaknaði ekkert alltof snemma og er síðan búin að vera að passa börn systur mömmu. Ætli ég eyði ekki þessu laugardagskvöldi í að kúra yfir mynd og borða ísblóm. Í augnablikinu kann ég allavega ágætlega við þá hugmynd. Skemmtið ykkur fallega ! :)

create a gif

1 comment:

  1. Já æh - ætli ég verði ekki að stela þessum bol líka? ;)
    Njóttu ísblómsins!

    ReplyDelete