Sunday, January 15, 2012

Kæra blogg
Kæra blogg. Dagurinn í dag var mjög góður. Eftir að hafa verið vakin snemma í morgun af tveimur sprækum snáðum kíkti ég með Ingu minni niðrá Laugaveg. Alltaf notalegt að kíkja í gluggana þar.
Við Inga settumst svo niður á elsku Laundromat, Cafe. Gulrótasafi og gulrótakaka, go gulrætur.
Ég gæti svo hafað eldað ofan í mig og ömmu mína, stolið bílnum í framhaldinu og kíkkað aðeins í Önnu spjall. Önnu spjöll eru einfaldlega svo fín spjöll.
Ég tel mig svo ekki getað neitað þér þeim möguleika að ég hafi endað kvöldið í kúri fyrir framan rafrænan litskjáinn í stofunni heima. Tárast yfir þunglyndum manni sem notaði gamla, skítuga bjórbrúðu til þess að hafa samskipti við fólk. The Beaver.
Já kæra litla blogg, ég samþykki alveg annan notalegan dag sem þennan .. eða fleiri. Leyfum þeim að koma.

3 comments:

 1. Like á gulrótarkökuna ;)
  Og myndin hefur þá verið ágæt haha?
  Love :*

  ReplyDelete
 2. First of all: "love your hair color :)" Second, you make great shots :)
  Pay me a visit too!

  Love,

  Maria
  www.divinity-divinity.blogspot.com

  ReplyDelete