Sunday, January 1, 2012

Eftir miðnætti


Notalegt þegar þú áttar þig á því að oft þarf bara eina manneskju til þess að láta þér líða vel. Manneskju sem skilur þig, en ef ekki þá er það líka allt í lagi. Eftir miðnætti, þegar nýtt ár gekk í garð gat ég einmitt ekki hugsað mér neitt betra en að eyða fyrstu klukkutímum ársins með einni slíkri manneskju. Notalegt. 


Þó hún kjósi að reyna að buga þig í keppnis spilinu þínu Kleppara, glotta af þér og telja það afrek þá er það allt í lagi, þér þykir svo vænt um hana. Hún má glotta. 
Gönguferð um hánótt, í sveitinni okkar fögru toppar svo kvöldið. Fátt betra en liggja í snjónum, njóta kyrrðarinnar og horfa á stjörnurnar. Syngja og bulla þess á milli. Þarf ég að fara suður stax? 


Ég held að 2012 verði spennandi ár, vona að það fari vel með mig, fari vel með okkur öll. Takk. 


p.s. Tumblr of the day:this is bat country!  - If you like tumblr, I think you will like it.

2 comments: