Friday, January 13, 2012

Vefverslanir og mokkaÁst

Já kaupfíkillinn ég lét ekki útsölurnar í búðunum duga heldur strauaði kortið í gegnum netið. Eh...
Festi kaup á þessum snotru flíkum, blóma kjól, pallíettuvesti, stuttbuxum og svörtum töffaralegum pallíettu bol  á vefverslun, Lakkalakks í vikunni - ásamt svörtum, töffara pallíettu bol. Ég hef ekki verið mikið fyrir að versla föt á netinu, en gat ekki staðist þessa útsölu hjá þeim. Fékk þessi krútt öll á innan við 8000 kr og er mjög sátt enda er vefverslunin stúttfull af skemmtilegum fötum á góðu verði.

Annars er þessi mokka jakki ástin mín síðustu daga. Hef varla farið úr honum. Svo hlýr og góður í þessu annars ógeðslega veðri.

Föstudagur í dag, huggulegt. Ég vaknaði spræk til þess að skella korflexi í andlitið á mér með ömmu í morgun. Síðan lagði ég af stað á date við strætó 24. Hins vegar hugsa ég ekkert alltaf skýrt snemma morguns.. og í stað þess að labba þægilegustu leiðina í þessu slabbi, þá ákvað ég að labba leiðina sem vanalega er styðst. Gallinn er að sú leið er upp á brekku sem enn var ísilögð..svo ég endaði á að vera stödd í miðjum, tjahh snjóskafli? Horfandi á eftir strætónum.. sem ég vil meina að hafi komið of snemma. Ég tók því morgunröltið á þetta, enda heilsusamlegt og nærandi og nældi mér í annan strætó til að kúra með.

Ég mætti svo spræk og smekklega blaut upp á Háskólatorg. Leist bara vel á fyrsta tímann. Stofan var nánast full þegar ég kom inn svo ég settist fremst því þar var sæti laust hjá vingjarnlegum stúlkum. Þegar ég spurði hvort sætið væri laust við hliðina á þeim, brostu þær bara til mín sem ég túlkaði sem ,, já?" og tillti mér niður. Stúlkurnar reyndust svo vera heyrnalausar. Ég held ég eigi eftir að eignast fullt af nýjum vinum þarna...

Ljúffengt kvöld framundan. Vúhú. Njótið kvöldsins.

3 comments:

 1. Hahahah, mér finnst þetta ennþá fyndið ;)
  Og mokka ástin þín er svo fíííín!

  ReplyDelete
 2. uber cool, love the pics!!
  Thanks for sharing,
  STYLE DECORUM

  PS. Join My $50 ! GIVEAWAY

  ReplyDelete