Friday, January 6, 2012

ÚtsöluStultuSkotBrot af útsölu ást. Er búin að versla talsvert á útsölum, eigandi margra nýrra gersema.  Á líklegast eftir að deila eitthvað af þeim hér með ykkur.. en þessar snotru stultur keypti ég í Gyllta kettinum í dag á 4000 kr.

Rólegt föstudagskvöld eftir notalegan dag. Leit við upp í HÍ og rölti svo niðrá Laugaveg með vinkonu minni í slabbi. "Drukknaði tvisvar" þegar kátir bílarnir keyrðu fram hjá okkur og skildu mig eftir, í hvert skipti, örlítið blautari en ég var áður. Ég settist því smart inná HaPP.  Eftir langt spjall og rölt um bæinn enduðum við á Sherlock Holmes, fínn sá félagi. Næst á dagskrá, sofna út frá mynd.

Hafið það gott!

1 comment: