Sunday, November 21, 2010

Today it's Sunday..

©Halldóra Kristín Bjarnadóttir

Í gær rigndi og það rignir í dag. Dagur var þó góður. Ég lá í algjörri leti til þrjú. Gleymdi mér við að spá í hin og þessi  blogg, ljósmyndir og fleira – eins og svo oft áður. Þegar klukkan hins vegar sló þrjú þá var ég til neydd til þess að hafa mig í regngallann og fylgja þremur stubbum upp á bókasafnið hér í Brunate. Að sjálfsögðu er sú leið öll upp á við. Á bókasafninu var búið að skipuleggja notalega samverustund fyrir börnin á svæðinu. Þar sem það virtust vera lítil not fyrir mig þarna endaði ég af einhverjum ástæðum aftur út í rigningunni og skokkaði um svæðið hér í einn og hálfan tíma, allavega.  Veit ekki hvað kom yfir mig en ég bara gat ekki hætt. Rennandi blaut skilaði ég mér aftur upp á bókasafnið og kúrði mig yfir Harry Potter á meðan bókasafnsvörðurinn kláraði upplesturinn yfir börnunum. Krakkarnir voru himinsælir með þennan viðburð. Að sjálfsögðu vorum við svo hálfnuð heim í myrkri og rigningu þegar ég áttaði mig á því að ég hafði gleymt pokanum með inniskóm krakkana. Ég og átta, í þessu tilfelli of stuttir fætur, voru því tilneydd til þess að snúa við og arka aftur upp á við. Æði.
Heima hafði ég klukkutíma til þess að þurrka á mér hárið, skipta um föt, græja mig og koma mér niður að Funicolare og til Como. Það tókst og ég hitti Giuliu sætu og við skelltum okkur út að borða. Æðislegar ítalskar pizzur runnu mjúklega ofan í okkur. Namm, fær maður nóg? Fyrirhugað djamm endaði svo á Harry Potter, nýjasta framtakinu í bíó. Æðisleg! Það var hlegið og grátið. Væri þó alveg til í að sjá hana heima líka á ensku ;) ehh. 

Pabbi og mamma að koma á þriðjudaginn! Það verður æðislegt. Ennþá ótrúlega róleg, held ég sé ekki að átta mig á þessu. Það verður yndislegt að hitta þau, sennilega of yndislegt J
Framundan er möffinsgerð með börnunum. Hún verður sjálfsagt áhugaverð ;) Annars ætla ég bara að hafa það notalegt í dag en kíkja samt aðeins út í rigninguna á eftir.  Eigið góðan dag rúsínur.

These pictures are of my Friday evening in Milan. It’s was so nice :* Last night I went out with my good friend Giulia. We sat down and ate pitzza, of course and just talked and talked.  She is such a nice girl. After we went to see Harry Potter in cinema. I really liked it! The best Harry Potter film so far, I think. I cried and laughed. Today I think I’ll just relax, bake muffins with the kids, maybe paint and go for a run in the rain. We will see ;) Have a nice Sunday lovebirds ;)

8 comments:

  1. hey cute blog dear! Please check out mine, it's new and i'd love to have you as a follower!

    hope to hear from you soon:
    http://meetmeinmilan.blogspot.com

    ReplyDelete
  2. Milano by night! Love it :))
    Amazing photos <3

    http://vicissitudinilombarde.blogspot.com/

    ReplyDelete
  3. thanks so much, i'm definitely following you back! Are you staying in italy for a while? Love your photos, can i ask you what camera you're using??

    http://meetmeinmilan.blogspot.com

    ReplyDelete
  4. I have been staying here since in August but I go back home to Iceland in December. I really like it here! I'm using Canon EOS 30D. She's simple and nice:)

    ReplyDelete
  5. Nú fer ég að hlusta á jólalög! :P

    Ég er einmitt að fara á Harry Potter í kvöld en fæ nú samt að sjá hana á ensku hahah ;)

    ReplyDelete
  6. Nice pics! Thanks for leaving a comment on my blog :)

    opinionslave.blogspot.com xx

    ReplyDelete
  7. Ég er svo gersamlega heilluð af þessu æðislega ítalska lífi þínu, mér hefur alltaf dreymt um að búa í Ítalíu!! Myndirnar þínar láta mér hlakka einn þá meira til hugsanlegrar framtíðarinnar haha :)

    V

    ReplyDelete
  8. Amazing photos!
    I love the whole holiday vibe :)
    makes me excited for christmas!
    happy thanksgiving :)
    stop by sometime, xx natalie
    http://lavagabonddame.blogspot.com/

    ReplyDelete