Friday, October 22, 2010

Dance until the morning sun..Í föl gulu húsi í saklausu fjallaþorpi Ítalíu, Brunate glumdi fögur rödd Shakiru í morgun. Waka waka var á repeat! Peysur og blöðrur tóku til flugs, hendur sveifluðust og fætur bókstaflega iðuðu. Þetta var ekki leiðinlegt þó að á köflum hafi ljósakróum verið óþarflega ögrað. Mjúk bútasaumsteppin voru lögð á flísarnar á gólfinu, hér voru gerðar heiðarlegar tilraunir til brakes - ekkert mátti fara úrskeiðis. Taktarnir voru óumdeilanlega miklir! Orkan flæddi. Það er ekki leiðinlegt að vera ungur.

Annars er helgi framundan. Tíminn líður óþarflega hratt! Á morgun verða nokkrir lestarteinar þræddir og undirheimar Metro í Milanó kannaðir betur – allt til þess eins að vonandi enda á Rho Fiera – Cavalli a Milano. Sagan segir víst að þar sé allt fullt af stórkostlegum skepnum. Ó elsku hestar hér kem ég!

5 comments:

 1. Vá, sætu myndir! Hahah, ætti kannski að íhuga Shakiru á morgnana, svona til þess að vakna almennilega :P

  ReplyDelete
 2. p.s.
  Reyndu að villast ekki í metro! Nú verður engin Sólrún með þér að panikka við það að telja stoppistöðvarnar ;)

  ReplyDelete
 3. yndisleg stund :-) og góða skemmtun á morgun ljúfust
  Móða

  ReplyDelete
 4. Sólrún..þakka þér. Ég er smá hrædd um panikk nefnilega haha finnst Metro ekkert jafn "kósý" og lestarstöðvarnar..en þar sem ég er orðin kjánalega slök, nánast í flestu ..þá verður þetta áhugavert.

  Þakka þér Þórey mín;)

  p.s. Sólrún. Þetta var í fyrsta skiptið sem mér fannst ,,ljúffengt" ekki vera að virka nógu vel hjá þér ;) haha :*

  ReplyDelete
 5. Nice shoots! Well done ;)

  http://vicissitudinilombarde.blogspot.com/

  ReplyDelete