Monday, October 4, 2010

..þessir snákar, þessar grænu línur!

Kæru Ecco sandalar!

Hvernig í veröldinni stendur á því að þið samþykktuð þessa grænu hlykkjóttu línu undir sólanum? Það er ekki eins og af henni stafi eitthvert gagn eða hún nýtist ykkur sem fegrunarblettur. Kommon, fólk gengur á henni for christ sakes, dags daglega sér enginn hana. Enda get ég heiðarlega játað að það var ekki fyrr en í dag sem ég í sakleysi mínu tók eftir henni, búin að eiga ykkur í hvað, 4 ár? Ég var á gríðarlegri siglingu um Brunate (enda megi þið eiga það að þið eruð notalegir til göngu og ágætir til létts skokks) þegar ég tek eftir að fætur mínir tilla sér niður.. hættulega nálægt hundaskít. Hver vill upplifa að stíga í afurð sem slíka? Ekki ég. Svo það vottaði fyrir örvæntingu þegar ég lít undir sólann. Hamingjan yfir því að þar beið mín ekki grænbrún klístruð klessa stóð ekki lengi. Við mér blasti þetta líka skelfilega græna ferlíki - ,, steig ég á snák?“ Ég sem var byrjuð að reyna að hugsa örlítið um mataræðið (eftir mánaðar sælkerasukk, enda ástfangin af ítölskum mat) og farin að geta sleppt myndavélahlunknum, annað slagið þegar ákveðið var að stíga út úr húsi. Já, ég var byrjuð að fara út til þess eins að skokka. Hafði ég samt í alvöru hlunkast á snák? Klesst hann undir sólann, drepið hann, án þess að taka einu sinni eftir því? Eða var hann ennþá lifandi? Jeminn..

Ég var sekúndubroti frá því að reka upp vein, sem hefði mögulega getað haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Vein sem þarna var í þann veginn að eiga sér stað  hefði getað skaðað raddbönd mín eða valdið óþarflega örum hjartslætti hjá aldraða manninum sem var að hafa sig fram úr því að  staulast fram hjá mér ásamt göngugrindinni sinni. Það var þá sem mér datt í hug að notast við rökhugsunina sem foreldrar mínir reyndu annað slagið að fá mig til að tileinka mér. Þetta var græn lína, lína sem ég vil enn meina að í fljótu bragði líkist snáki óhugnalega mikið (ég ætla þó ekki að láta mynd fylgja). 

Reiðin yfir þessari hönnun er að renna af mér þó ég sé svolítið vonsvikin yfir því að þið elskulegu sandalar hefðuð ekki barist fyrir því að þessi lína hefði t.d. verið höfð svört. Það hefði ekki skaðað útlit ykkar því ég vona svo sannarlega að mamma hafi ekki keypt ykkur í denn vegna þess að þið voruð funky og kúl. Ég er farin að anda aftur eðlilega svo þar sem þið hafið reynst mér vel þá þurfi þið ekkert að skammast ykkar endalaust. Vildi bara láta ykkur samt vita af þessu, fannst það réttlátt af mér og í leiðinni deila þessu með öðrum Ecco-sandala-eigendum og þar með reyna að fyrirbyggja að aðrir gangi í gegnum sömu skelfilegu vangaveltur. Hörmulegt. Mér til stuðnings þá sá ég svartan og grænan snák í gær, já hér á götum Brunate svo ég er ekki orðin kolgeðveik. Maður þarf að vera var um sig, seisei já. 

Þessum atburði hef ég ákveðið að gleyma og líta á björtu hliðina. Ég steig ekki í hundaskít.

Annars ætla ég að nota tækifærið og óska langafa mínum Helga til hamingju með daginn:* Hann er 88 ára gamall í dag og yndislegur í alla staði. Ótrúlegur maður :)
Myndarlegi afi minn !

 
Litla tröllið ég sátt hjá afa fyrir nokkrum árum ;)
 

3 comments:

  1. Ó, ef þú vissir hversu mikið ég hló að þessari lýsingu!
    Haha, haltu áfram að vera dugleg að forðast þessa snáka og áframsendu þetta blogg sem bréf til Ecco. Ég er viss um að þeir taki þig mjög alvarlega og geri röndina umsvifalaust svarta ;)
    Saknjú :*

    p.s. Bréf í vinnslu :P

    ReplyDelete
  2. Þetta setur þig aftur í sama hólf og þegar þú lést svo örlátlega af hendi rakna til þeirra sem eru í vanda staddir þegar Sólrún var með þér í upphafi ferðar ;-)
    Tær snillingur ekkert lík mömmu þinni. Þeir sem segja það eru bullarar. hehe
    Knús mamma

    ReplyDelete
  3. sástu grænan snák? Ég sá aldrei grænan snák, bara svartan! Er hann sætur?:/ kv. Aðalheiður

    ReplyDelete