Skellti mér í göngutúr um Brunate í yndislegu veðri í gær. Ég bara fæ ekki nóg af þessum stað. Er hægt að fá nóg af því að horfa á Alpana? Vonandi njóti þið myndanna, því ég naut þess að taka þær.
Dagurinn í dag hefur hingað til verið yndislegur. Veðrið er búið að vera frábært. Ég vaknaði með yngstu börnunum og að morgunmat loknum las ég fyrir snúllurnar. Mætti svo spert í ítölskuskólann um ellefu leitið. Ég elska kennarann minn. Lítil fíngerð kona með smitandi hlátur og hlýlegt bros. Hún er svo mikil dúlla. Ég er einnig búin að kynnast finnskum au pair, alveg ljómandi fín stúlka sem ég hitti í dag. Að kennslustund lokinni rölti ég um bæinn. Tók ljósmyndir og þræddi markaði. Á föstudögum eru vanalega æðislega flottir handverksmarkaðir hér út frá torginu. Margt að skoða og auðvelt að gleyma sér!
Annars lítur helgin vel út. Á morgun ætla ég að fylgjast með Elia keppa í skylmingum í bæ hér nálægt Como. Líklega á sunnudaginn, frekar en á mánudaginn er svo stefnan tekin til Verona. Það verður gaman að sjá hvernig rætist úr helginni:*
Annars hvíslaði lítill fallegur fugl að mér að möguleiki væri á því að ég fengi gesti hingað í lok nóvember. Það yrði æðislegt.
Cool shoots! I really, really love the last pitcture. Well done!
ReplyDeletehttp://vicissitudinilombarde.blogspot.com/
Ást á þig og myndirnar þínar :*
ReplyDelete