Wednesday, October 13, 2010

Fyrsti í ítölsku..Fyrsti í ítölsku. Ég var langt frá því að trúa því að ég væri loksins sest niður í litskrúðugri kennslustofunni í ítölskuskólanum. Ferlið hafði ekki verið auðvelt. Í upphafi kostaði það mig ferð í skólann til þess að skrá mig – að sjálfsögðu, í framhaldinu óteljandi símhringar þangað þar sem engin kippti upp tólinu. Ég mætti svo þrisvar sinnum bíspert og ófær um að tjá mig að einhverju viti á ítölsku til þess að setjast á skólabekkinn en var ávalt vísað frá, sagt að skólinn byrjaði ,,einhvern annan dag“. Þetta var farið að líta all undarlega út þar sem enginn talaði ensku og það sem ég skyldi stóðst svo ekkert. En þarna var ég sest niður. Að sjálfsögðu var kennarinn sem átti að vera að kenna mér á spítala og í stað hans mættur kennari sem talaði aðeins ítölsku, allt í lagi. Hún hafði gefið í skyn að ég gæti setið þennan tíma eða allavega var ég búin að koma mér fyrir. Stofan var full af spánverjum sýndist mér og nokkrum þeldökkum. Áður en kennslan hófst leit kennarinn yfir kennslustofuna og þegar augu hennar mættu mínum stamaði hún ,, it‘s going to be difficult“. Ég kingdi munnvatninu og tók upp pennan. 

Óguð ég vona að þetta verði ekki bekkurinn sem ég þarf að vera með! Allir virtust kunna all nokkuð í ítölsku, í fyrsta lagi. Við sátum ekkert þarna og stúteruðum grunnreglur málfræðinnar, beygðum sagnir og svo framvegis. Nei, okkur var rétt saga sem við lásum saman og svöruðum spurningum. Leikræn tilþrif kennarans björguðu mér oftast. Þegar  leið á tímann (enda reyndist þetta verða tveggja klukkutíma seta!) grúfði ég mig sífellt meira og meira ofan í þetta sögublað. Mér leið eins og hinum „fullkomna“ nemanda. Hins vegar gat það ómögulega farið fram hjá mér að í stofunni ríkti allt í einu gríðarleg þögn. Óhugnaleg þögn. Þegar svo grannur spánverjinn við hlið mér potaði í mig þá vissi það..það sem ég óttaðist var í þann veginn að henda mig. Það var komið að mér að svara spurningu! Ehh já. 

Ég leit á blaðið og tók áhættuna. Það eru talsverðar líkur á því það sé verið að spyrja út í sögupersónur sögunnar. Skelli mér á þess Önnu! Hins vegar gengur hér á heimilinu kvefpest og ég er ófær um að tala! Ef ég opna munninn og reyni að gefa frá mér hljóð þá eru þau afar aumingjaleg, ef eitthvað vill verða úr þeim. Svo  þarna var bekkurinn vitni að Íslendingi reyna að koma frá sér skilaboðum, all merkilegum, með litlum árangri. ,,Anna ehh ja..si“. Hvíslið virtist berast til kennarans og já eitthvað virtist Anna hafa átt í hlut því hún endur tekur nafn hennar og bætir svo Frei við. Úff. Þetta var ekki elskulegt. Að tíma loknum átta ég mig á því að konan við hliðina á mér er frá Ameríku við náum að spjalla aðeins saman. Þegar ég yfirgef bygginguna get ég ekki annað en vonað að næst þegar ég mæti verði ég í annari stofu, með öðrum kennara, öðrum bekk að stútera grunn ítölsku.  

Annars var gærkvöldið mitt náðugt. Kúrði við arinneldinn. Ætli það verði ekki líka kveikt upp í arninum í kvöld. Lovely. Farvel :*

1 comment:

  1. Haha! Ég vona að það gangi betur næst og að þú losnir við þetta kvef ;)
    (ég er að verða uppiskroppa með sniðuga hluti til þess að segja af því að ég er búin að kommenta svo oft :P)

    ReplyDelete