|
Þremur lestarstöðum seinna :* |
|
Ó:* |
|
"viltu vera samfó" félagarnir mínir :) |
|
Le Certosa Di Pavia |
|
Yfirlitsmynd af herlegheitunum |
|
Akurinn sem ég settist niður hjá og borðaði |
|
Gömlu vingjarnlegu mennirnir :) |
|
Ég tók laumu myndir á bakaleiðini - í gegnum gat jájá. Ef ég er ekki komin á sakaskrá! |
|
Súkkulaði Pavia |
|
Ljúffengt! | | |
|
Pavia |
|
Karamellurnar ;) |
|
Yndislegir. |
|
Það ringdi á fleiri en bara mig - múhahaha |
Gærdagurinn var yndislegur. Ég fór til Milanó, Pavia og þaðan með lest að skoða La Certosa di Pavia. Allt í allt tók ég því 3 lestarstöðvar í nefið(og þá fjórðu óvænt á heimleiðinni). Það var eiginlega ótrúlegt hvað þessi ferð mín gekk smurt. Ég byrjaði að sjálfsögðu á því að kúra mig aftur ofan í koddan þegar bjartsýn verkjaraklukkan hringdi um 6:30 um morguninn. Tímaáætlanir gátu átt sig..ehh :)
Þegar ég mætti á lestarstöðina í Coma þá var lestin til Milanó passlega mætt. Hálf mygluð kom ég mér fyrir í lestinni en mér til mikillar ánægju áttaði ég mig á því, þegar lestin fór af stað að ég sat óþolandi nálægt „lestar-kamrinum“ góða. Hurðin á honum var alltaf að opnast og lokast sökum hamagangsins í lestinni og snyrtileg aðstaðan þar blasti við mér. Kósý, en það fór svo sem bara klukkutími af deginum í þessar hugleiðingar.
Þegar ég mætti á vígalega lestarstöð Milanóborgar, sem mér þykir bara að verða nokkuð vinaleg, dreif ég mig í því að fjárfesta í miða til Pavia. Kurteis starfsmaðurinn kynnti mér að næsta lest til Pavia færi eftir 5 mínútur en annars væri tveggja tíma bið. Þá átti hann eftir að láta mig fá miðana, ég að borga, drífa mig upp þrjár hæðir og finna rétta brautarpallinn. Áhugavert. Að sjálfsögðu var lestin til Pavia á brautarpalli nr. 21 svo ég þurfti að hlaupa út á endan. Lestarstjórinn var að gefa merki um að lestin væri að fara afstað þegar ég rétt náði að smeigja mér inn, hurðin lokaðist. Kallinn brosti og sagði að ég hefði verið heppin. Úff.
Mér til mikkillar ánægju þá fékk ég sæti í huggulegum lestarklefa(
smá Hogwarts fílingur!) Klefafélagar mínir reyndust vera tveir ítalskir unglingsdrengir. Þeir smjöttuðu á vínabrauði og höfðu það náðugt á meðan á ferðinni stóð. Annar virtist þó vera óendanlega ánægður með bringuhárin á sér þar sem hann strauk stanslaust yfir þau og fiktaði í þeim. Gaman af því bara.
Lestin skilaði mér heillri á húfi til Pavia þar sem ég dvaldi í smástund í röð til þess að kaupa mér miða til La Certosa di Pavia. Vanalega hafði verið hægt að fara með rútu þangað en nú var víst lestin, enn og aftur aðal farartækið. Ég var þó ekki eins heppin með sætisfélga í þetta skiptið, skulum segja að þessi hjón hafi ekki lyktað sérstaklega vel og útgangurinn á þeim ekki sá besti. Það var því eintóm hamingja þegar þessi glæsilega bygging blasti við mér. Þetta er fallegasta krikja sem ég hef séð hingað til og séð þær nokkrar hér í Ítalíu.
Virkilega áhugasamir (t.d.Þórey;) ) getið klikkað hér.Vinaleg hjón buðu mér að verða samferða sér í áttina að kirkjunni en það var talsverð ganga þangað. Ég gleymdi mér þó fljótt bakvið myndavélina og leyfði þeim að rölta ein saman rómantíska stíginn.
Þetta var æðislegur staður. Mér leið eins og ég væri komin út í sveit. Allt í kringum mig voru fallegir akrar og lítil þorp í fjarska. Ljúft.
Að sjálfsögðu mátti ég ekki taka myndir inn í kirkjunni sjálfri en ég verð að viðurkenna að mig verkjaði of mikið í augun og fingurna og smellti því kannski nokkrum fyrir utan kirkjuna sjálfa, en innan veggja múrsins( en það mátti samt örugglega ekki heldur). Saklaus úllapúllinn ég hélt að þessi myndavélamerki þýddu að það mætti ekki notast við flass, er það ekki? Samviskan leyfði mér þó ekki að smella oft. Áður en ég yfirgaf svo staðinn keypti ég þennan líka fína kross af munkunum.
Þó ég hefði hvatt „höllina“ þá var ég langt frá því til í að yfirgefa þessa akra. Þess vegna kom ég mér vel fyrir á bekk nálægt einum og nartaði í hrískökur. Æðislegir ítalskir gamlir kallar fylgdust með mér þegar þeir löbbuðu framhjá, böbbluðu eitthvað og brostu. Vinkuðu meira að segja þegar þeir svo keyrðu framhjá mér aftur, nokkrum mínútum seinna. Ástæðan ein og sér fyrir því að tileinka sér smá ítölskukunnáttu hér til þess eins að skilja þessa gömlu menn er næg. Vona að ef sá dagur rennur upp að ég skilji þá almennilega verði ég ekki fyrir vonbrigðum haha.
Ég hefði getað setið þarna endalaust og beðið eftir að ná fullkomnri mynd af laufi að falla af trjánum. Hins vegar beið borgin Pavia mín og lestin til baka tók við.
Pavia er fallegur staður. Mannlífið var skemmtilegt og nóg um að vera. Allskyns markaðir voru í gangi en súkkulaðimarkaðurinn reyndist mér erfiðastur. Vá hvað hann var æðislegur hefði getað tæmt budduna þar. Hins vegar ákvað ég að smjatta á vöfflu með súkkulaði. Náttúrulega skylda, ehh að smakka ítalskar vöfflur. Svolítið of sæt fyrir minn smekk en fyrstu bitarnir færðu mig nær himnaríki.
Að sjálfsögðu þurfti eitthvað smá að fara úrskeiðis en þegar ég var búin að þræða bæinn tók ég óvart vitlausa lest til baka til Milanó. Þegar ég var orðin ein eftir í lestarklefanum og farin að sjá óþarflega mikið af heimilislausu fólki á brautarteinunum við hliðina, kúrandi þar með dýnurnar sínar ..þá tók hjartað mitt nokkra auka kippi og mér fannst ég vera svolítið lítil í þessari stóru borg. Mundi ekki eftir að hafa farið þessa leið til Pavia áður um daginn ehh. Ég andaði og fór út á annari stórri lestarstöð í Milanó og keypti mér miða í áttina til Como. Þetta er allt svo yndislega auðvelt og enginn óróseggur náði að króga mig af og stela myndavélinni minni eða veskinu. Frábært.
Í Como rigndi. Ég fékk að kynnast sannri ítalskri rigningu, án regnhlífar... í um það bil hálftíma. Glottin frá innfæddum þegar þeir gjægðust undan regnhlífinum sínum, dúðaðir í regnstakka, fóru ekki fram hjá mér þegar ég skokkaði á ecco sandölunum fram hjá þeim að reyna að forðast stærtsu pollana. Ég stoppaði þó í ekta ítalskri nammibúð á leiðinni, það var jú laugardagur og ég þurfti að bera saman ítalskar og enskar karamellur. Dagurinn endaði því í kúrinu með karamellupokanum að skrolla í gegnum myndir liðins dags. Ævintýri eru skemmtileg:*
P.s. Á næstunni megi þið búast við súkkulaði-myndabloggum, laufblöðum og fl. myndum af ökrum. Jejj.
Mikið rosalega verður gaman að fá þig heim með allt þetta súkkulaði :-)
ReplyDeletePabbi
Ljúffengar myndir!
ReplyDelete*vandræðaleg þögn*
Ég meina, þær eru mjög svo snotrar ;)
Faðir.. Það verður nóóg af súkkulaði um júúúlen;* ;)
ReplyDeleteSólrún..múhavúhasúhahaha.
*vandræðaleg þögn*
Ég meina takk:*