Wednesday, October 6, 2010

,,Want to be my girlfriend?"


Ég sá bekkinn minn í hillingum. Uppáhalds staðurinn minn þessa stundina er bekkur við Tempio Voltiano, þangað fer ég þegar ég vil slaka á og dást að mannlífinu og umhverfinu. Þar hef ég æðislegt útsýni um Como og get notið þess að lesa inn á milli. Þegar ég hef komið mér vel fyrir þarna, hitt á bekkinn minn lausan þá finnst mér allt vera fullkomið. Hins vegar get ég viðurkennt að óhugnaleg önd með einhvers konar lýti sýndi mér óþarflegan áhuga þar um daginn en gleymum henni – þessi staður er nánast fullkominn.

Það er á þessum stað sem ég hitti breskan ferðamann sem spjallaði við mig um daginn og veginn. Það er á þessum stað sem ég bjargaði amerískri frú úr hjólabát þegar henni datt skyndilega í hug að yfirgefa myndarlegan son sinn og eiginmann sem voru í óða önn að kanna öldugang Como. Það var reyndar með eindæmum áhugavert að fylgjast með þeim. Þarna sat ég á bekknum mínum, sennilega vandræðalega dreymandi, gluggandi í bók. Gat þó ekki varist að fara að fylgjast með þessari stórkostlegu fjölskyldu reyna að nálgast land á rauðum klassískum hjólabát. Sonurinn sá um að stýra á meðan faðirinn hjólaði á fullu. Frúin hins vegar var látin sitja „aftur í“ og greinilega meira heilluð af skrúðgarðinum á landi. Þegar ég leit  aftur upp úr bókinni, enda kennt að reyna að forðast að stara á fólk – var frúin staðin upp, haldandi í hendi sonar síns og horfandi örvæntingafull í kringum sig, á milli amerískra ópa. Augu hennar mættu mínum og áður en ég vissi var „fórnalamb aðstæðna“..neydd til þess að notast við ofurhetju hæfileika mína og bjarga þessari blessuðu konu. Vinstri fóturinn á mér reyndi að styðja sig við fastan smá stein á sleipum hellunum. Hægri hendin rétt fram og gripin traustu taki..óguð ég tók að renna! Ég gat ekki varist að sjá mig fyrir mig staulast heim rennandi blauta! Þetta varð að takast. Hægri fóturinn náði að fikra sig aftur, örlítið til baka og blessuð konan stökk. Hamingja. Að launum fékk ég mikið af lofi að amerískum hætti. Gleði. 

En hvar var ég aftur fyrir hjólabátssöguna? Já í dag hafði ég gert mér ferð í búðina og keypt mér rice crackers, sem ég er að verða háð og sá því fram á unað. Ég gekk því heldur rösklega fram hjá skrúðgangsrónunm, ferðamönnum og gelgjuliði. Það fór þó ekki fram hjá mér að það var verið að fylgjast með mér, frábært. Mér var litið til hliðar og á bekk við vígalegt tré sátu þrír brúnleitir drengir. Nokkuð snotrir. Þei kölluðu til mín en ég svaraði ekki og hélt áfram ég heyrði að þeir reyndu aftur og í þetta skiptið hljóðaði kallið á þá leið ,, Do you speak english?“ Ég svaraði játandi og hélt áfram án þess að líta við. Það getur verið freistandi að tala við myndarlega drengi hér sem kalla á eftir manni en hins vegar eru þeir oftast uppfullir af stælum og lítið varið í samtölin haha! 

Mmm bekkurinn minn var laus! Ég tyllti mér niður og leitaði eftir rennilásnum á töskunni minni þegar ég tek eftir að drengur kemur labbandi. Nokkuð viss um að þetta sé einn af þeim sem kallaði á eftir mér. Áður en ég veit af er hann komin upp að mér og spyr hvort hann megi setjast hjá mér. Hann virðist vera ágætur svo æi, já hví ekki get ekki eignað mér bekk í almenningsgarði? Við spjöllum saman og ég kemst að þeirri niðurstöðu að hann er bara virkilega fínn. Hann talaði allavega smá ensku þó hún væri krúttlega bækluð. Hann er Múslimi ættaður frá Tansaníu. Hann er laus við stæla og umræðuefnið er heimaland hans, trú og hvernig hann kann við sig á Ítalíu. Hann kom til Como til þess að stunda nám og að því loknu hafði hann ákveðið að vinna hér í ár. Hann ætlar sér ekki að búa í Tansaníu en hann telur allt mjög strangt þar og Ítalíu bjóða upp á fleiri tækifæri. Samræður okkar voru því á venjulegu nótunum bara, tveir ókunnugir aðilar að deila mismunandi lífsviðhorfum. Hann var virkilega ánægður með að ég skyldi ekki vera með neina fordóma gagnvart honum þar sem hann sagði að flestir hér væru það. Við gegnum um og ég kvaddi hann þegar ég taldi að nú væri komið nóg af spjalli í bili og við skiptumst á  númerum. Hvernig hefði ég getað neitað þessum brúnu augum um númerið mitt? Hví ekki, við þekktum hvorugt það marga hér og hann hafði verið hjálpsamur að kenna mér ítölsku á meðan við spjölluðum, gæti verið fínt að geta rekist á fleiri sem maður kannaðist við. Hann sagði mér að hann myndi senda mér sms í kvöld og ég ætti að láta hann vita ef ég hefði tíma til þess að hitta hann á morgun. Væri gaman að rekast á mig. Ég sagði að ég myndi gera það en skyldi svo sem ekki afhverju hann ætti að senda mér sms í kvöld. En Ciao. 

Svo kom sms-ið: ,,Hai dora me ok you? I am vey happy because I know you but if you want to be my girlfriend im very happy if you dont like ok no problem. Ciao

Áhugavert.. drengurinn fékk þó pena neitun til baka. Hafði frænku mína, Þóru Valnýju í huga en hún hafði ráðlagt mér að svara drengjunum hér:,, No, thank you. You're not my cup of tea". Eins og sönn dama.


Til að bæta upp fyrir myndaskortinn þá geta tískuunendur skoðað þetta. Er að eeelska myndirnar sem Tommy Ton tók á fashion week í París.Vinkona mín benti mér á þetta og ég gleymdi mér við að dást og spá. Njótið!




4 comments:

  1. hahahahahahahahahaha var hann ekki bara að biðja þig að vera vinur sinn?? lol

    luv - Móða

    ReplyDelete
  2. haha kannast vid tetta vandamal! :)) elskulegir tessir piltar sem spurja svona pennt, flott svar samt! :DD -- Ran!

    ReplyDelete
  3. Ég verð að viðurkenna að þegar ég byrjaði að lesa þessa sögu um vin þinn þá bjóst ég hálfpartinn við því að hún myndi enda einhvern veginn svona:

    ,,og auðvitað sagði ég já. Eftir nokkrar fáránlega hamingjusamar vikur hitti ég foreldra hans sem eiga 5 kastala vítt og breitt um Evrópu og gáfu mér fullt fullt af Miu Miu fötum. Svo giftum við okkur og búum nú hamingjusöm í kastala uppí Ölpunum og komum aðeins niður til manna til þess að mæta á tískuvikuna í Mílanó og ná okkur í nýja stafla af bókum og snotrum bekkjum. Gaman að þekkja ykkur!"

    ..en ég veit ekki, það eru kannski bara einhverjir straumar sem ég er að fá.
    En alla vega, ef svo ólíklega vill til að spá mín rætist, mundu þá að mér er ekki sama þótt þú viljir ekki vera vinur minn ;P
    .. og ég myndi ekki segja þér það í sms-i ;)

    Love :*

    ReplyDelete
  4. ..og hann er enn að reyna að hafa samband. Það er spurning um að hætta að hlæja af þessu haha.. :/

    ,, En alla vega, ef svo ólíklega vill til að spá mín rætist, mundu þá að mér er ekki sama þótt þú viljir ekki vera vinur minn ;P
    .. og ég myndi ekki segja þér það í sms-i;)" - Þú ert yndi! haha.

    ReplyDelete