Thursday, October 28, 2010

elskulegu landamæri

Fox town - Mendrisio
Uppáhalds félagarnir mínir í þessari ferð!
Duttum á eitt fyndnasta trúnó sem ég hef tekið
Mendrisio og ekki frá því að við sjáum Como þarna;)
,,Litlu gulu ungarnir ætla út á .."
Komin aftur til elskuu Como
 
 
Fórnarlömb gærdagsins. Allt fyrir safnið;)
Uppáhalds lestrarstaðurinn minn, þessa dagana;)
Ég fór yfir landamæri án þess að vera með elskulega vegabréfið á mér. Gáfulegt, nei það er ekki mælt með þessu. Ég sat á lestarstöðinni í Como og beið eftir lestinni til Mendrisio. Það voru enn tuttugu mínútur í lestina svo ég grúfði mig ofan í Harry Potter and the goblet of fire. Óþolandi (fimm mínútur á undan ) stundvísa ég var þó alltaf að líta á klukkuna svo ekki var mörgum blaðsíðum flett í þetta skiptið. Eitt autt sætti skyldi mig og sennilega heimilislausan mann að. Hann var allur skakkur blessaður og reyndi að hjúfra um sig á biðstól stöðvarinnar. Óheppilegt en þessir stólar virtust ekki vera hannaðir til þess. Ég gat ekki varist að rannsaka hann örlítið betur þegar greyið virtist vera sofnað. Hann var allur grábleikur, smávaxinn og langt frá því að vera fríður. Árin höfðu leikið hann grátt en fötin hans fóru merkilega vel saman á miðað við að hafa sennilega átt þó nokkra eigendur á undan. Smekkmaður og hann vann sér inn stig. Hins vegar hafði hann ekki haft fyrir því að finna sér sokka, þessar tær.. Guð virtist hafa blessað hann, eins og okkur flest með því að skella nokkrum tám á hann líka. Það var þó þarna, um níu leitið sem ég sá ljótustu tær ævi minnar:* ..og sennilega í framhaldinu áttaði ég mig svo á því að ég var ekkert með þetta vegabréf á mér.  Ég hefði getað ákveðið að taka lestina sem kæmi um ellefu leitið í staðinn, skokkað aftur upp í Brunate og náð í þetta vegabréf. Ég hefði líka getað ákveðið að kaupa mér miða til Milanó og kíkja í H&M þar. En nei ég var með miðana til Lugano sem voru aldrei stimplaðir síðast þegar þeir voru notaðir og þeir buðu því upp á að vera notaðir aftur og í veskinu hafði ég visakort með mynd af mér og svo eitthvað Evrópskt heilbrigðisskírteini, stílað á mig. Ég ákvað að stóla á þetta dóterí og munninn á mér. Mig langaði í þetta risa MALL í Mendrisio!

..og viti menn. Ég slapp. Þetta korter sem tekur mig að fara yfir landamærin með lestinni og stíga út í Mendrisio innifól ekki (í þetta skiptið) samtal við neinn lestarvörð. Jejj, þá átti ég bara eftir að koma mér heim, en hvar sögðu þið aftur að þetta MALL væri? 

ÆÐI. Ég var stödd í fjögra hæða byggingu sem var full af fíneríi og tilboðum. Ég fæ seint leið á því að stútera jólagjafir á milli þess sem ég tilneydd til þess að átta mig á því að mig „vanti“ ekkert „sérstakt“.. nauðsynlega. En er það ekki þannig að þegar  maður lendir í þeirri stöðu að vanta eitthvað nauðsynlega þá finnur maður það ekki svo það er betra að koma í veg fyrir svoleiðis leiðinlegar aðstæður með því að versla jafnt og þétt ef maður getur? Ehh er það ekki..
Nei, ég er ekkert að tapa mér. Satt best að segja þá var það eina sem ég keypti blöð til þess að teikna á og smá jólajóla. En ég gleymdi mér í öllum dýrlegu merkjabúðunum. Þar er hægt að láta sig dreyma endalaust. Láttu hugann reika og hugsaðu um einhverja yndislega búð. Já, ég get glöð sagt þér að hún var þarna. Annars var þetta bara „venjulegur dagur“ og ég endaði á því að kaupa mér dýrustu ávexti sem ég mun á ævinni, vonandi kaupa. Óguð, ætla ekki að spá í þessum ávaxtabar meira fyrst ég gerði það ekki þegar ég rétti kellunni seðilinn..fínir ávextir. Áður en ég kvaddi svo hreiðrið smakkaði ég á ljúffengri súkkulaðimöffins. Ohh hvað það var gott! Sé ekkert eftir að hafa borðað það.

Á leiðinni á lestarstöðina spjallaði ég við tvo brúngráa asna. Var búin að gleyma hversu fáránleg hljóð þessar skepnur gefa frá sér haha. Mér til mikillar gleði komst ég heil til baka til Como, elsku korter án allra afskipta:* Ætla samt ekkert að leika þennan leik aftur..tek þessa litlu bláu bók með mér næst!





4 comments:

  1. Amazing photos!
    Now you are in Italy?

    http://vicissitudinilombarde.blogspot.com/

    ReplyDelete
  2. Ohh thank you! ..Yes I'm living in Brunate, near by Como. Really love it here..great to get the change to travel around and get a taste of how Italy is! It's soooo beautiful here :) Like, like, like haha ;)

    ReplyDelete
  3. Fallegu myndir!
    .. og ég held að fórnarlömbin þín séu alltaf að verða krúttlegri og krumpaðri ;)

    ReplyDelete