Friday, February 10, 2012

Collection


Það þeð leið ekki mínúta frá því að ég kom heim í hádeginu og ég var komin aftur í náttbuxurnar. Dreif mig í skólann í morgun en föstudagurinn var greinilega kominn í mig. Þegar ég svo hoppaði inn í Elko til að kaupa minniskort og fleira fyrir nýju myndavélina mína læddist langþráð collection með í pokann. Nú get ég hætt að fá það lánað hjá hinum og þessum, Sex and the City - þú ert loksins mín! Helgin mín sem var orðin stúderuð í klessu breyttist líka öll. Stór hluti morgundagsins átti að fara í að horfa á frændur mína massa danskeppni og smella nokkrum myndum af þeim, hlakkaði til en Meistaramótið í dansi verður víst ekki. Kvöldið þurfti líka að skipuleggja upp á nýtt en er nokkuð sátt með niðurstöðuna ;) Síðasta kvöldið hennar Ömmu Dóru í bænum í bili svo ætla að hafa það notalegt með Þóreyju og henni ;* Gæti jafnvel verið að ég hljóti þann heiður að umgagnast litlu grislingana og Húbert, húsbónda. Pizza-partý og bíóferð?

Annars mun helgin fara í lærdóm, kannski kíkk í kolaport og InguHittingur ef vel gengur að læra.. ehh :) Elskum heimapróf yfir helgar ;)  Eigið vilt og huggulegt föstudagskvöld.. en týnið engum myndavélum eða gleraugum, helst. Böggandi dýrt spaug.

I can feel the Friday-chill-excitement in my body !! <3

1 comment:

  1. Haha núna get ég fengið safnið í láni hjá þér, vúhú! ;)
    <3 notalegar helgar!

    ReplyDelete