Wednesday, February 8, 2012

Vorferð til Washington!


Byrjaði daginn á að snúsa.. og hafði mig svo á fætur. Úti ringdi og snjóaði á sama tíma, jakk. Veðrið í Reykjavík er ekki að fara mjúkum höndum um strætó notendur. Áður en ég vippaði mér í úlpuna pantaði ég mér því afmælisferð til Washington, hringdi í mömmu og bauð henni með. Get ekki beðið, þetta verður yndisleg mai ferð! Á eftir að gleymaaaa mér bakvið myndavélina, en mamma skilur það...
Var því nokkuð hamingjusöm þegar ég mætti í skólann, rennblaut :)


This morning I bought a ticket to Washington, going in May :) Can't wait! 

1 comment:

  1. Var að fara að pikka inn síðasta stafinn á einu lengsta öfundar-sms-i sem ég hef nokkurn tímann skrifað þegar síminn minn ákvað að deyja..
    Veit ekki hvort ég leggi í það aftur að fara í gegnum allar þessar tilfinningar haha þannig að ég læt það bara duga núna að segja:
    Þetta verður geðveikt, vildi að ég væri að fara að koma með en get alla vega hlakkað til að sjá fínu myndirnar sem þú átt eftir að taka! ;*

    ReplyDelete