Tuesday, February 21, 2012

dreymandi

Þó lífið sé fínt hér í Reykjavík og það heilli mig þá er ég farin að þrá náttúruna og frelsið mjög mikið!!!! Það er eitthvað sem þrengir að mér hér, hugsunum mínum .. en fátt er það sem jafnast á við að anda að sér víðáttunni. Horfa á tignarleg fjöll..vafra um í huganum.  Í framhaldinu kviknar ferðalöngunin, fara í óplanað ferðalag, óháð tíma, eitthvert. Þangað til býst ég við að notaleg heimsókn í sveitina mína dugi mér. Farin að hlakka til sumarsins þar.

No comments:

Post a Comment