Saturday, December 31, 2011

Gleðilegt nýtt ár, kjútífúl !









                                                                                                                     ©Halldóra Kristín Bjarnadóttir 


Gleðilegt nýtt ár elskuleg og takk fyrir það liðna. Ég vona að þið munið öll eiga heillandi Gamlárskvöld!!!! ;*
Ég hlakka til að fara í notalegt bað,gera mig fína, borða góðan mat með fólkinu sem er mér nærst, kúra yfir Skaupinu með eftirrétt í annari..og þegar maginn neitar meiri sykri...teygja sig eftir snakkinu. Ég hlakka líka til þess að dúða mig upp og kíkja á Brennu og skjóta upp flugveldum. Sjá spenningin í augum þeirra styttri. Ég ætla samt ekki að skella mér út á lífið þetta árið, einfaldlega of notalegt að vera heima í sveitinni. Ætli ég og hjartans, Sollhhhs gerum ekki eitthvað ógleymanlegt? Date með álfum?


Happy New Year! Have a great evening beauties!! ;* 

Wednesday, December 28, 2011

Myrkrið getur verið svo mismunandi




 


Notalegheit. Notalegheit geta verið að hitta góða vinkonu. Njóta kyrrðarinnar, þagnarinnar. Hlusta á góða tónlist á meðan önnur heklar og hin málar. Þú telur þau ekki geta aukist en þegar jólabakki fullur af heimagerðum smákökum og laufabrauði bætist á borðið, virðast mörk vellíðunar skalans hækka. 
Notalegheit, þegar sopið er á ískaldri mjólkinni, beint úr tanknum eftir að hafa brutt smáköku. Líta út um gluggan og sjá sveitina þína, dúðaða í snjó, og fallega dimmt myrkrið. Myrkrið getur verið svo mismunandi. 
Notalegheit. 

Sunday, December 25, 2011

It's Christmas time














                                                                                                                     ©Halldóra Kristín Bjarnadóttir 








Wednesday, December 21, 2011

Frænkukærleikur







Hitti Svölu mína loksins almennilega, eftir langan tíma. Við fórum út að borða og höfðum það notalegt. Höfðum nóg að spjalla um! Nokkrir hittingar planaðir áður en ég fer aftur suður <3 ;)