Monday, December 12, 2011

,,er það brúða eða bíll?"


Komin heim, einfaldlega best. Flaug heim í gær og hef haft það notalegt. Var búin að vera heima í kannski klukkutíma þegar ákveðið var að fara í framkvæmdir. Færa stofuna og borðstofuna - einfaldlega víxla þeim. Aðgerðirnar hjá móður minni eru vanalega einstakar(flestum minnisstætt t.d. um árið þegar hún ákvað ein, að saga niður nokkur tré í garðinum.. og það ekkert smá tré. Hún var í sólbaði og þau skyggðu á hana), og fyndið að fylgjast með gömlu mínum vinna saman. Ég allavega hló mikið.. og þau sem betur fer, oftast með mér ;)
Breytingarnar eru að verða ósköp notalegar. Svo í vikunni get ég jólaskreytt þangað til að húsið stendur ekki undir sér lengur.

Annars hefur dagurinn í dag verið góður. Ég skellti mér auðvitað út í göngutúr í nýju, ónotuðu leðurskónnum mínum og uppskar hælsæri, á báða fætur. Stig fyrir mér. Haltraði því upp hæðina til afa þar sem við hlustuðum á Sissel Kyrkjebo taka ,,O helga natt". Uppskrift af vellíðan.

Þar sem hælsærin voru einstaklega óþægileg hélt ég auðvitað ekki heim heldur reimaði leðurskónna aftur, fast að mér og haltraði í Grímshús. Á leiðinni mætti ég bílum og dráttarvélum og kreisti í  gegnum "sársaukan" ,,ég er komin heim" jólabrosið mitt, skreytt með vinki. Svo notalegast að vera í sveitinni.
Á hlaðinu í Grímshúsum tók á móti mér krakkaskari dúðaður í útigalla syngjandi snjókoll falla og innandyra nýbökuð skúffukaka. Notalegt, já ætli það ekki!
A.t.h. orðið notalegt er tileinkað Sólrúnu í þessari færslu.

Hér er að lokum jólalag í fluttningi litla bróður míns, Mjúku kinnar. Ég tók þetta upp af honum fyrir nokkrum árum síðan. Í dag er það orðið partur af Aðventunni að horfa á það.

Hafið það notalegt. Því það er á dagskrá hjá mér, næstu vikurnar.


My little brother singing an Christmas song in Icelandic. Classic.  

1 comment:

  1. NOTALEGT! (þó það sé nú svolítið arguable hvort caps lock sé notalegt..)
    Alla vega, fílaða! :*

    ReplyDelete