Wednesday, December 28, 2011

Myrkrið getur verið svo mismunandi
 


Notalegheit. Notalegheit geta verið að hitta góða vinkonu. Njóta kyrrðarinnar, þagnarinnar. Hlusta á góða tónlist á meðan önnur heklar og hin málar. Þú telur þau ekki geta aukist en þegar jólabakki fullur af heimagerðum smákökum og laufabrauði bætist á borðið, virðast mörk vellíðunar skalans hækka. 
Notalegheit, þegar sopið er á ískaldri mjólkinni, beint úr tanknum eftir að hafa brutt smáköku. Líta út um gluggan og sjá sveitina þína, dúðaða í snjó, og fallega dimmt myrkrið. Myrkrið getur verið svo mismunandi. 
Notalegheit. 

4 comments:

 1. Mmmm já! Takk fyrir notalegt kvöld ;*

  ReplyDelete
 2. ohhhh hljómar vel :-)
  Móða

  ReplyDelete
 3. hérna ertu með notalegheit á heilanum heheh?
  Annars flott blogg sko og geðveikar myndir :P

  ReplyDelete
 4. Notalegheit - fallegt og notalegt orð ;)
  Notalegheit.
  ...og takk fyrir það :)

  ReplyDelete