Thursday, December 8, 2011

Huggulegheit og huggulegust


©Halldóra Kristín Bjarnadóttir


Byrjaði daginn á notalegheitum á litlu kaffihúsi á Laugaveginum með Þóreyju, systur mömmu. Síðan voru gersemar búðanna skoðaðar og síðustu jólagjafirnar keyptar. Svo margt fallegt að sjá og auðvelt að gleyma sér. Í hádeginu settumst við niður á Happ. Huggulegheit og huggulegust. 


Í augnablikinu var ég að kveikja á uppáhalds jólakertinu mínu og stefnan að skrifa nokkur jólakort, skella þeim í póst fyrir vinnu í kvöld. Jólaleynivinaleikur í gangi í vinnunni, möguleiki á að þar bíði mín eitthvað snoturt. Speeeeennnneeeeendeeee. Annars krossa ég bara fingur fyrir því að finna far norður á mánudaginn næsta, helst. Get ekki beðið eftir því að komast heim í sæluna.
Hafið það notalegt í dag.


p.s. Arnar hringurinn í Rokk og rósum var búinn, sennilega, eins og mig grunaði var mér aldrei ætlað að fá þennan örn. Gleymum'essu.
p.s.s. Ef ykkur langar í þennan feld þá kostar hann um 210.000 krónur, fínn í jólapakkann;) ;* 

3 comments:

 1. Your photos are very nice, i like them

  ReplyDelete
 2. Great photos... We love it!

  Much love from the SABO SKIRT girls!
  SHOP: www.saboskirt.com
  BLOG: www.saboskirt.blogspot.com

  ReplyDelete