Wednesday, December 7, 2011

Hallgrímskirkja um miðnætti





©Halldóra Kristín Bjarnadóttir


Ég hef verið að vinna á fullu síðustu daga. Þess á milli hef ég haft það notalegt. Í gær heimsótti ég Auði mína og við litum við hjá vinkonu okkar sem átti afmæli. Um miðnætti kom yfir mig miðnætur-flipp-fílingur sem  flestir sem þekkja mig kannast við. Áður en Auður vissi af hafði ég lagt hjá Hallgrímskirkju, enda með eindæmum fallegt veður og hún smitast af gleðinni. Hoppandi og skoppandi smellti ég myndum af Auði og fallegu birtunni sem umlukti svæðið. Aðventan er yndisleg.

Kvöldið í kvöld var ekki síðra. Ljúffengri pizzu svelgt niður með malt&appelsíni, ítalskur karamellu ís og moijto ís í eftirrétt með snotru stúlkuna mína, Soffíu til samlætis. Jólakortagerð og jólatónlist, Justin Bieber google, hlátur og undarlegur húmor. Aðventan er notaleg. 

Pictures taken at midnight of the main church in Reykjavík, Hallgrímskirkja. 


1 comment: