Tuesday, December 20, 2011

Bekkjarakós









                                                                                                                     ©Halldóra Kristín Bjarnadóttir

BekkjarNotalegheit. Jólafríið er öðruvísi en önnur frí að því leiti að maður kemur heim í notalegheitin og nýtir fríið, nánast einungis í að hafa það gott með sínum nánustu og hitta gamla vini. Í gærkvöldi hitti ég gömlu bekkjarfélaga mína síðan úr grunnskóla. Já þið tölduð rétt, það voru einungis þrír einstaklingar sem entust með mér í bekk í heil 10 ár. Við erum yndislega ólík en eftir öll þessi ár verður alltaf eitthvað sem tengir okkur saman. Tvö af okkur hafa verið með annan fótinn í Noregi á árinu og unnið þar, hinn hefur það notalegt á norðurlandinu góða - trúlofaður! 
Það var því gaman að hittast, sötra kakó og spjalla. Fyndið hvað strákarnir mínir höfðu, merkilega lítið breyst samt;) Best var þó að hitta Þóru mína.

Ætla að fara að taka til. Klára jólahreingerninguna svo allt verði tilbúið þegar mamma og pabbi koma svo heim aftur. Þetta verður notalegur dagur. Planið að fara út að borða með Svölu, klára svo jólaþrifin og jafnvel hitta Sólrúnu uppáhalds?! 
Hafið'að'ott! 

Met my old classmates from elementary school last evening. Cozy. Yes, you counted right - they were only three that lasted with me in class for ten years. We couldn't be more different from each other, but we will always stay in touch and care. Really nice evening. The best thing was though seeing Þóra, finally again;*

No comments:

Post a Comment