©Halldóra Kristín Bjarnadóttir
Ég fer alltaf í klippingu til Gunnellu minnar. Þar sem hún er staðsett hjá hárgreiðslustofunni Metro á Húsavík og ég var fyrir sunnan í allan vetur..þá var kominn tími á jólaklippinguna. Mætti í morgun, spræk með upplitaða rauðahárið mitt og þreytta, slitna enda. Guðmundur bróðir minn var krútt og kom með mér, enda leiðinleg færð í morgun og hann þóttist þurfa að snúast eitthvað á Húsavík ;) Á meðan hann svaf fast í sófanum í andyrinu var hárið á mér "strípað" til og dekur og höfuð nudd í framhaldinu. Er virkilega ánægð með litinn á hárinu á mér. Fallega dökk rautt, með smá brúnum kastaníublæ - á eftir að verða eðlilegra eftir nokkra þvotta. Ekkert chill með jólakettinum í ár.
Þegar ég var tilbúin vakti ég Gums-ið mitt og bauð honum út að borða á Sölku. Notalegheit. Rólegur dagur eftir erfitt gærkvöld.
Næst á dagskrá. Gera herbergið mitt smá jólafínt hér heima í sveit, detta svo í kúrið og vakna snemma til þess að fara í morgunkaffi til afa og ömmu, hjartans.
Góða nótt ;*
My Christmas haircut! I'm quite happy with the color of it!!! I always go to the same hairdresser, adore her. Hope you like it :)
Good night;*
Stundum ertu bara vandræðalega myndarleg :*
ReplyDelete