Wednesday, December 7, 2011

Minning á mynd






Ljósmyndir eru mér ómetanlegar. Þær geta fangað dýrmætar stundir, varðveitt minningar. Efsta myndin er í miklu uppáhaldi hjá mér. Hún er tekin um hánótt. 
Litla krílið ég gat ekki sofið, vildi ekki sofa og því voru allir vakandi. Eftir að ég hafði grenjað úr mér augun var spilað fram eftir morgni ;) Ég er svo yndislega sátt með mig á myndinni enda umvafin stórum hluta af uppáhalds fólkinu mínu. 

Seinni myndin er einfaldlega svo einlæg, hún hefur alltaf verið í uppáhaldi. Þannig er það bara og verður alltaf! ;) Sama gildir um þá seinni, uppáhalds. Varðveitir minningu um hlutföll og stundir sem seint verða toppaðar. 

Síðasta myndin. Fjölskylda mín á fermingardaginn minn. Uppáhalds. Ég sennilega nálægt toppnum á fullkomnu-áráttu-tímabilinu mínu.. Á þeim tíma fannst mér þessi mynd langt frá því að teljast fullkomin. Í dag er hún mér dýrmæt. Get enn lesið hugsanir mínar í gegnum svipinn á mér á henni. 

Gæti deilt gömlum myndum með ykkur endalaust, og á eflaust eftir að halda áfram að færa þær í léttari búning og skella inn öðru hverju. Fá mig til að líða vel.

Part of the reason why I love photos so much - they capture good moments and make nice memories last longer. When you go through old photos they often make you feel better. One moment you may feel like you are 2years old again, playing card with you family, being able to control everything but after just few seconds when you see a new photo you feel like you are teenager again, fooling around with your best friend. Priceless. 


No comments:

Post a Comment