Thursday, December 15, 2011

Minningar


Minningar, dýrmætar minningar. Smellti þessari mynd af ömmu Diddu og afa Helga þegar ég var barn. Alltaf þegar við fórum fylgdu þau manni til dyra eftir að hafa kysst mann, helst þrisvar, bless. Svo stóðu þau, full af ást og veifuðu þangað til við vorum komin í Hvalfjörðinn, býst ég við;)
Við vorum einmitt á norðuleið þegar ég tók þessa mynd, í leyni, gegnum bílgglugan. Hún er skökk og óskýr en er mér samt svo dýrmæt. Talsvert oft hefur myndin fengið mig til að tárast, hvað einna mest núna. Mynd af notalegheitum í bland við söknuð.



1 comment: